Endurnýjun á lögnum í fasteignum hefur tíðkast frá því um miðjan tíunda áratuginn. Síðan þá hefur bæði eftirspurnin aukist og bransinn vaxið. Það er ekki síst vegna þess að þetta er sveigjanleg tækni, hagkvæm og gerir fólki kleift að vera áfram í híbýlum sínum meðan á vinnunni stendur. Þekking á endurnýjun lagna í fasteignum er þó tiltölulega lítil. Með tækni dagsins í dag er sú endurnýjun lagna sem við bjóðum fullkomlega samkeppnishæf við þá aðferð að skipta um lagnir. En þá er nauðsynlegt að verkið sé rétt unnið, eftir réttum aðferðum og með réttu fagmönnunum.
Það getur skipt sköpum fyrir gæðin að velja réttan framkvæmdaraðila til verksins. Þess vegna er mikilvægt að hafa kynnt sér málið og vita hvaða spurninga ber að spyrja við leit að réttum aðila til að endurnýja lagnirnar. Til þess að létta undir með verkkaupendum hefur Proline Group því sett saman almenna greiningu á kröfum. Hún veitir þægilega yfirsýn og aðstoð við að greina hvaða þætti er mikilvægt að skoða áður en framkvæmdaraðili er valinn – með það að markmiði að auka gæðin og tryggja að verkið sé fagmannlega af hendi unnið.
Greiningin setur fram spurningar varðandi fyrirtækið, starfsfólk þess, menntun, gæði, umhverfismál og tækjakost sem og verð og framkvæmd verksins. Hafðu samband við okkur ef þig vantar frekari upplýsingar.