Endurnýjun lagna er einnig kölluð fóðrun, lagnafóðrun, endurnýjun röra, rör-í-rör og fleira.
Gamlar lagnir verða eins og nýjar (að innanverðu)
Endurnýjun lagna er yfirheiti yfir það þegar gamlar og slitnar röralagnir eru endurnýjaðar. Hefðbundna leiðin til að endurnýja lagnakerfi er að skipta lögnunum út fyrir nýjar. Með lagnaendurnýjun er hægt að nýta gamlar leiðslur í stað þess að rífa þær úr. Þetta hefur í för með sér mun lægri kostnað, lítinn úrgang, lágmarkstruflun fyrir íbúa hússins sem og mun styttra vinnuferli.
Endurnýjun með pólýesterplasti, sem er aðferðin sem við hjá Proline þróuðum. Proline Group var fyrst til að nota þá aðferð. Yfirleitt er nýja rörið húðað með mörgum lögum, og klukkutími látinn líða milli laga.
Sveigjanlegt fóður (einnig kallað „sokkaaðferðin“) þar sem pólýesterfóður vætt í epoxý er blásið eða dregið inn í gamla rörið og látið þorna. Það er Prosoc-aðferðin okkar.